RafrŠn skrßning Ý sj˙kra- og uppt÷kuprˇf

Nú hefur verið opnaður möguleiki á að skrá sig með rafrænum hætti í sjúkra- og upptökupróf haustmisserisins. Inn á einkasíðu nemandans er kominn valkosturinn Rafræn eyðublöð og hér á eftir er skráningarferlinu lýst.  Í boði eru þau námskeið misserisins sem þú hefur skráð þig í en ekki lokið í fyrri próftöku. Ath. að ekki er hægt að skrá sig fyrr en einkunn fyrir fyrri próftöku hefur verið skráð.
Próftökustaður
Athugið að próftökustaður nemenda er sá sami og var í aðalprófunum en þeir nemendur sem þess óska geta tekið þau á einhverjum þeirra prófstaða sem HA viðurkennir.


Þeir nemendur sem vilja taka sjúkra- og endurtökuprófin á öðrum stað en þeir eru nú skráðir á þurfa þó að vera viðbúnir því að nýr próftökustaður innheimti af þeim eitthvert gjald fyrir það umstang sem af þessu kann að hljótast.

Fyrir endurtökupróf þarf að greiða próftökugjald 6.000,- kr. Ath. að skráning telst ekki gild fyrr en próftökugjald hefur verið greitt. Próftökugjald þarf að greiða í síðasta lagi viku fyrir prófdag eða sólarhring eftir að einkunn berst. Ekki þarf að greiða próftökugjald fyrir sjúkrapróf að því uppfylltu að búið sé að skila inn vottorði vegna þess.

Auk þess er rétt að benda ykkur á prófareglur Háskólans á Akureyri sem er hægt að lesa hér.

Sömuleiðis þurfa þeir nemendur sem hafa fengið hverskyns undanþáguúrræði vegna próftöku að ráðfæra sig við námsráðgjafa áður en þeir óska eftir slíkri breytingu á próftökustað því að ekki er víst að hægt sé að veita viðkomandi undanþáguúrræði á nýjum próftökustað. Netfang námsráðgjafa er radgjof@unak.is
Á rafræna umsóknareyðublaðinu fyrir sjúkra- og upptökuprófin er hægt að óska eftir slíkri breytingu á prófstað. Fellilisti sýnir þá staði sem eru í boði.

Skráningin fer þannig fram að smellt er á linkinn Rafræn eyðublöð eins og sést á myndinni hér til vinstri.

Þá kemur á skjáinn listi yfir þau eyðublöð sem standa til boða hverju sinni. Í þessu tilfelli skal velja Skráning í endurtökupróf.

 


Með því að smella á þann link kemur sjálft eyðublaðið upp en það virkar þannig að þú getur einungis skráð þig í þau námskeið sem þú hefur upptökuprófarétt í.  Það þýðir að í boði eru einungis þau námskeið sem þú hefur misst af vegna veikinda og sent inn veikindavottorð fyrir, eða fengið falleinkunn í á þessu misseri eða einhverntíma áður.

Á eyðublaðinu er einnig reitur til að skrifa athugasemdir.  Þegar þú hefur fyllt út blaðið skaltu smella á reitinn Staðfesta skráningu til að senda hana.  Athugaðu að þú verður beðin/n um að lesa skráninguna yfir og staðfesta síðan aftur.


 

Samkvæmt reglum Háskólans á Akureyri verður skráningin ekki fullgild fyrr en greiðsla hefur borist afgreiðslunni (nema veikindavottorði hafi verið skilað).

Þú getur alltaf fylgst með stöðu skráningarinnar með því að velja linkinn Rafræn eyðublöð og velja síðan Sjá stöðu minna skráninga og þá ætti að koma upp eitthvað líkt því sem hér sést...


 

Þegar greiðsla hefur verið móttekin fær viðkomandi skráning stöðuna Fullgild og verður þá skráð inn á námsferil nemandans og birtist þá væntanlega um leið í prófatöflunni.

Til baka