FKN0176 - Fíkn 6 ECTS
Umsjón:  Ársæll Már Arnarsson Flokkun: Námskeið  Stig: Grunnnám Tungumál: Íslenska
Forkröfur:  VIH106, RAT106
Lýsing:  Leitast er við að gefa nemendum þverfaglegt sjónarhorn á fíknivandamál. Gerð verður grein fyrir hinum ýmsu fíknivandamálum sem fólk stríðir við.
Námsmarkmið:  Þekking:
Í lok námskeiðs mun nemandi
• geta gert grein fyrir sálfræðilegum, lífeðlisfræðilegum og samfélagslegum þáttum fíknar.
• geta tengt kenningar við helstu meðferðarleiðir.
• kunna skil á helstu þáttum rannsókna á fíknisjúkdómum, s.s. hönnun, gagnasöfnun og greiningu gagna.
• geta gert grein fyrir eftirfarandi þáttum á sviðinu: mat á fíkn; hliðarraskanir, mismunandi kenningar og líkön; meðferðarmöguleikar og stefnumörkun stjórnvalda.

Leikni:
Í lok námskeiðs mun nemandi
• geta lagt gagnrýnið mat á helstu rannsóknum og kenningar á sviði fíknar.
• geta kynnt niðurstöður rannsókna og framkvæmt gagnrýnið mat á þær byggðu á faglegum grunni.
• geta lagt sjálfstætt mat á ýmsar aðferðir og kenningar á sviði fíknar.

Hæfni:
Í lok námskeiðs mun nemandi
• hafa þróað með sér hæfni og sjálfstöð vinnubrögð til frekari náms á sviði fíknirannsókna.
Námsmat:  Verkefni og próf