Alexander Kristinn Smßrason


Almennar upplřsingar

Ritaskrß

┴litsgjafasvi­

Umsjˇn nßmskei­a

Starfsheiti: Prˇfessor, Heilbrig­isvÝsindastofnun HA
A­setur:

Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri.

Fæðingadeild, Sjúkrahúsinu á Akureyri

Netfang: alexander@unak.is; alexanders@sak.is
Vi­talstÝmi:

Menntun - Academic Background

═slenska

Menntun og gráður
1976 - 1980 Menntaskólinn á Akureyri, eðlisfræðideild, einkunn 8.71
1980 - 1987 Háskóli Íslands, læknadeild:
28.6.1986 Baccalaureatus Scientiarum Medicinae (BScM). Ágætiseinkunn.
27.6.1987 Candidatus Medicinae et Chirurgiae (lokaeinkunn 8.37).
1989 - 1994 University of Oxford, Green College, Faculty of Clinical Medicine:
21.5.1994 Doctor of Philosophy (DPhil). Titill doktorsritgerðar (DPhil thesis): "Trophoblast endothelial cell interactions in the maternal syndrome of pre-eclampsia". Leiðbeinandi: Dr Ian L Sargent, University Lecturer. Prófdómarar (18.11.1993): Prófessor David Barlow, Oxford og Prófessor Ian Greer, Glasgow.
 30.5.1997 Member of the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists.
 25.9.2009 Fellow of the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists.
   
 Starfsleyfi   
 Fullt lækningaleyfi: 12.8.1988 á Íslandi. 15.4.1994  í Englandi.
 Sérfræðiviðurkenning í fæðinga- og kvensjúkdómafræði 4.2.1999 á Íslandi.

Enska

Education and qualifications
1980 - 1987 University of Iceland, Faculty of Medicine:
28.6.1986 Baccalaureatus Scientiarum Medicinae (B.Sc.M.).  Mark:  excellent (maximum awarded).
27.6.1987 Candidatus Medicinae et Chirurgiae (lokaeinkunn 8.37).
1989 - 1994 University of Oxford, Green College, Faculty of Clinical Medicine:
21.5.1994 Doctor of Philosophy (D.Phil.).  Title of thesis:  "Trophoblast-endothelial cell interactions in the maternal syndrome of pre-eclampsia".  Supervisor: Dr Ian L Sargent, University Lecturer.  Examiners (18.11.93):  Professor David Barlow, Oxford and Professor Ian Greer, Glasgow
 30.5.1997 Member of the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists.
 25.9.2009 Fellow of the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists.
   
Medical registration: 12.8.1988,  15.4.1994  í Englandi.
Specialist recognition in Obstetrics and Gynaecology 4.2.1999 in Iceland.

Rannsˇkna- og frŠ­asvi­/ßherslur Ý faglegu starfi - Academic/Research Interests

═slenska

Áhugasvið í rannsóknum

Mín fyrsta reynsla af rannsóknum var í læknadeild HÍ þegar ég tók aukaár undir leiðsögn prófessors Helga Valdimarssonar í að skoða hvítfrumur og deciduas hjá þunguðum konum. Alla tíð síðan hef ég haft áhuga á líffræði þungunar og sjúkdómum á meðgöngu. Í framhaldi af þessari vinnu fékk ég síðan stöðu í Oxford við rannsóknir á grunnmeinsemdum meðgöngueitrunar (sjá ágrip doktorsritgerðar hér að neðan). Eftir að doktorsverkefni mínu lauk var ánægjulegt að sjá að frekari styrkir fengust til rannsókna á meðgöngueitrun og þá til verkefna sem komu beint í framhaldi af vinnu minni. Sem lektor við deildina í Oxford tók ég þátt í frekari rannsóknum á meðgöngueitrun. Aðstæður hér heima hafa ekki boðið upp á frekari grunnrannsóknir á meðgöngueitrun en ég hef fylgst með hvað er að gerast á þessu sviði bæði á minni gömlu deild og birtum greinum. Ég hef verið andmælandi við tvær doktorsritgerðir sem fjalla um meðgöngueitrun. Í byrjun árs 2008 fékk ég kærkomið tækifæri til að taka 6 mánaða rannsókna- og námsleyfi við mína gömlu deild í Oxford í samvinnu við prófessor Ian Sargent sem var leiðbeinandi minn í doktorsnámi. Ég kenndi ungum rannsakendum að rækta æðaþelsfrumur. Ég tókst síðan á við rannsóknir á nýju sviði, skoðun á nanoögnum í plasma frá þunguðum konum. Hugmyndin er að þessar örlitlu frumuhimnuörður geti verið hluti af merkjakerfi milli fruma. Ég notaði háhraða skilvindur og sértæk mótefni til frekari greiningar og magnákvarðana. Einnig var notaður frumugreinir og reynt að nota nýtt tæki sem kallast nanosight. Í ljós komu mjög mörg vandamál sem rannsóknahópurinn glímir nú við. Þetta var mjög góður tími en vinnan mín leiddi ekki til birtingar á vísindagrein. Sú hugmynd um meingerð meðgöngueitrunar sem við settum fram í Oxfrod 1993 hvetur enn til frekari rannsókna og er í fullu gildi samanber fyrirlestur „Microvesicles and Hypertensive disorders of pregnancy” sem Ian Sargent fyrrum leiðbeinandi minn mun flytja á Evrópuþingi ISSHP í Tromsö 12-14 júní.

Eftir að ég flutti heim til Íslands aftur fyrir tæpum 14 árum hef ég aðallega unnið að verkefnum sem tengjast bættri þjónustu við fæðandi konur á kvennadeild FSA og Íslandi. Mikilvægasta verkefnið var innleiðing á fagrýni á fæðingum – 10 hópa kerfi Robsons sem hefur stuðlað að betri og markvissari umönnun á konum í fæðingu og hefur að öllum líkindum stuðlað að fækkun keisarskurða sem voru fleiri á Akureyri en landsmeðaltal. Allt frá 1999 hafa fagrýnisniðurstöður samkvæmt þessu kerfi verið birtar í skýrslum frá Fæðingaskráningunni. Fleiri fagrýnisverkefni hafa verið unnin og eru í vinnslu í samvinnu við ljósmæður og deildarlækna á fæðingadeildinni og þá með 10 hópi kerfi Robsons sem grunn. Hér vil ég sérlega nefna skoðun á tengslum þyngdar/offitu við útkomu fæðinga. Frá 2004 hef ég tekið saman og birt í skýrslu frá Fæðingaskráningunni útkomu fæðinga (eðlilegar fæðingar, keisaraskurðir og áhaldafæðingar) samkvæmt 10 hópa kerfi Robsons fyrir alla fæðingastaði á Íslandi og fyrir Ísland í heild. Niðurstöður hafa verið kynntar á föstudagfræðslufundum læknaráðs FSA, Læknadögum og NFOG þingum í Reykjavík 2008 og Bergen 2012.

Eins og kemur fram í skýrslu frá Fæðingaskráningunni 2011 og abstract sem var kynntur í Bergen er athyglisvert að Ísland er sennilega eina landið í Evrópu með lækkandi keisaratíðni. Þrátt fyrir það hefur burðarmálsdauði haldið áfram að lækka og er einhver sá lægsti sem þekkist. Þetta er í samræmi við vinnu okkar fyrir nokkrum árum þar sem við sýndum fram á að burðarmálsdauði fullburða barna er ekki í tengslum við keisaratíðni sem er ofan við 10%. Nýlega hafði hópur á vegum WHO samband við okkur til að fá upplýsingar um innleiðingu 10 hópa kerfisins á Íslandi en sami hópur hefur mælt með að þetta fagrýniskerfi verði notað um heim allan. Ásamt Ragnheiði Ingu Bjarnadóttur og Birnu Björg Másdóttur er ég núna í hópi fræðimanna frá öllum Norðurlöndunum þar sem ætlunin er að gera upp fæðingar á öllum Norðurlöndunum samkvæmt 10 hópa kerfi Robsons með samanburð í huga. Hópurinn hittist í fyrsta sinn í október 2012. Norðurlöndin skera sig nú úr með lága keisaratíðni og lágan burðarmálsdauða. Birtar greinar um þetta efni yrðu því mikilvægar í alþjóðlegu samhengi.

Ég er í doktorsnefnd Berglindar Hálfdánardóttur ljósmóður við Hjúkrunarfræðideild HÍ. Hún mun skoða útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga sem hefur farið fjölgandi á síðustu árum. Mikilvægt er að þetta efni sé vel skoðað og nákvæmlega þannig að vitað sé um öryggi og fagrýni beitt í framtíð. Nú þegar hefur verið birt grein í Ljósmæðrablaðinu með niðurstöðum úr pilot rannsókn og send hefur verið til birtingar hugmyndafræðileg grein um sjálfræði kvenna við að velja fæðingarstað.

Ég hef áhuga á fæðingaþjónustu á Íslandi og þar með á öryggi við sjúkraflutninga þungaðra kvenna. Fyrir nokkrum árum gerði hópur sem ég starfaði með leiðbeiningar fyrir sjúkraflug. Björn Gunnarsson svæfingalæknir og nýburalæknir hefur nú hafið doktorsnám við Háskólann í Þrándheimi með stuðningi Norsk Luftambulance. Ég er í doktorsnefnd Björns ásamt norskum vísindamönnum. Fyrsta greinin er samþykkt til birtingar í AOGS. Þar kemur fram að konur sem fæða óvænt utan heilbrigðisstofnana, sérlega ef þær fæða fyrir tímann, eru margfalt líklegri til að missa börn sín. Næsta skref verður að skoða nánar hvernig dauða þessara barna bar að og hvernig bæta megi heilbrigðisþjónustu við konur sem fæða óvænt eða eru í hættu á að fæða óvænt utan heilbrigðisstofnanna.

Enska

Starfsferill - Work Experience

═slenska

Rannsókna- og háskólastöður
1.8.83 - 31.8.84 Læknanemi í rannsóknastöðu. Rannsóknastofa í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, Landspítalanum.
Leiðbeinandi var Prófessor Helgi Valdimarsson og snerist rannsóknaverkefnið um hvítfrumur í blóði á meðgöngu og ónæmisfrumur í decidua. Þessari vinnu lauk með BScM gráðu frá Læknadeild.
1.10.89 - 31.7.93 Medical Research Fellow, Harris Birthright Centre for Pre-eclampsia Research, University of Oxford, Nuffield Department of Obstetrics and Gynaecology, John Radcliffe Hospital, Oxford.
Viðfangsefni mitt í rannsóknum voru einkenni móður í meðgöngueitrun með áherslu á þátt trophoblasts í fylgju og æðaþelsfruma í æðum móður. Þessar rannsóknir voru síðan grunnurinn í doktorsritgerð minni (DPhil thesis). Rannsóknirnar voru styrktar af Birthright (styrkhafar: IL Sargent, PM Starkey og CWG Redman) og Háskólanum í Oxford.
1.09.97 - 31.8.99 Clinical Lecturer, University of Oxford, Nuffield Department of Obstetrics and Gynaecology, John Radcliffe Hospital, Oxford.
Staða við háskólann í Oxford þar sem 40% af vinnutíma var varið til rannsókna og kennslu læknanema og 60% vinnutíma í vinnu hjá NHS samkvæmt sérstökum samningi.
1.1.05 - 31.5.13 Dósent, Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri.
Ætlast er til að 20% af vinnutíma við Sjúkrahúsið á Akureyri sé varið til rannsókna, kennslu og annarra fræðistarfa.
Frá 1.4.2013 Prófessor, Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri.
Ætlast er til að 20% af vinnutíma við Sjúkrahúsið á Akureyri sé varið til rannsókna, kennslu og annarra fræðistarfa.
21.5.1994 Doctor of Philosophy (DPhil). Titill doktorsritgerðar (DPhil thesis): "Trophoblast endothelial cell interactions in the maternal syndrome of pre-eclampsia". Leiðbeinandi: Dr Ian L Sargent, University Lecturer. Prófdómarar (18.11.1993): Prófessor David Barlow, Oxford og Prófessor Ian Greer, Glasgow.
 
Læknisstöður  
Læknanemi  
1.7.86 - 31.7.86 Heilsuverndarstöðin í Reykjavík, mæðravernd.
1.8.86 - 31.8.86 Heilsugæslustöðin í Búðardal.
Kandidatsár  
1.7.87 - 31.7.88 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Aðstoðarlæknir 3 mánuði á handlækningadeild, 4 mánuði á lyfjadeild og 5 mánuði á kvennadeild með vaktskyldu (1:2) á barnadeild.
Deildarlæknir / Senior House Officer
1.8.88 - 30.9.89 Kvennadeild Landspítalans, Reykjavík.
Þessi staða var viðurkennd af Royal College of Obstetricians and Gynaecologists.
1.10.88 - 31.12.88 St Jósefsspítalinn í Hafnarfirði.
og 1.5.89 - 31.7.89 Lyflækningadeild. Næturvaktir 1:4.
1.8.93 - 31.1.94 Department of Obstetrics, John Radcliffe Hospital, Oxford, UK.
SHO á fæðingadeild. Vann með sérfræðingunum Mr. WL Ledger og Miss P Hurley. Í þessari stöðu var ég á sólarhringsvöktum á fæðingagangi 1:6 (6500 fæðingar á ári), annaðist konur sem voru inniliggjandi fyrir og eftir fæðingu og vann í mæðravernd tvo hálfa daga í viku.
1.2.94 - 2.8.94 Department of Gynaecology, Churchill Hospital, Oxford, UK.
SHO á kvensjúkdómadeild. Vann með sérfræðingunum Mr. WL Ledger og Mr. IZ MacKenzie. Í þessari stöðu tók ég sólarhringsvaktir fyrir kvensjúkdóma 1:6, vann venjulega deildarvinnu, annaðist áætlaðar og bráðainnlagnir, var á göngudeild tvo hálfa daga í viku og á skurðstofu tvo daga í viku.
3.8.94 - 31.1.95 Department of Obstetrics, John Radcliffe Hospital, Oxford, UK.
SHO á áhættumeðgöngudeild. Vann með sérfræðingunum Professor CWG Redman og Miss S Sellers. Í þessu starfi vann ég á Silver Star áhættumeðgöngudeildinni, meðgöngudagdeild (day assessment unit) og ómskoðunardeild. Ég var líka á sólarhringsvöktum, 1:6, á fæðingagangi. Stundum fékk ég aukna ábyrgð og vann í stöðu registrar.
1.2.95 - 31.7.95 Department of Obstetrics and Gynaecology, Wycombe    General Hospital, High Wycombe, Bucks, UK.
Í þessari stöðu hélt ég áfram þjálfun minni í almennum fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Eftir 3 mánuði í þessu starfi tók ég helgarvaktir sem registrar ásamt venjulegum skyldum deildarlæknis (SHO).
Registrar / Senior Registrar
1.8.95 - 28.2.97 Department of Obstetrics and Gynaecology, Wycombe    General Hospital, High Wycombe, Bucks, UK.
Þessi staða í skipulögðu sérnámi, samkvæmt protocol frá RCOG, var skipt á milli Wycombe General Hospital sem er stór almennur spítali með 3500 fæðingar á ári og John Radcliffe Hospital í Oxford.
1.3.97 - 31.9.97 Department of Obstetrics and Gynaecology, John Radcliffe Hospital, Oxford, UK.
Seinni hluti á stöðu registrar sem skiptist milli Wycombe General Hospital og John Radcliffe Hospital.
1.09.97 - 31.8.99 Clinical Lecturer, Nuffield Department of Obstetrics and Gynaecology, University of Oxford, John Radcliffe Hospital, Oxford, UK.
Staða við Háskólann í Oxford þar sem 40% af vinnutíma var varið til rannsókna og kennslu læknanema og 60% í vinnu hjá NHS samkvæmt sérstökum samningi.
Sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
Frá 1.9.99 Kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
1.9.99 - 1.2.00 Sérfræðingur í 55% stöðu og kennslustjóri í 20% stöðuhlutfalli.
1.2.00 - 15.10.02 Yfirlæknir.
Frá 15.10.02 Forstöðulæknir.
1.9.99 - 31.12.05 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík.
Sérfræðingur í 30% starfi, einn dagur í viku.
Frá 1.4.07 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík.
Sérfræðingur í hlutastarfi, 2-3 dagar í mánuði.

Enska

A­rar upplřsingar - Other information

═slenska

Boðsfyrirlestrar

Alexander K Smárason. Monocytafjölgun á fyrstu vikum meðgöngu og íferð hvítfruma í fylgjubeð. Fræðslufundur hjá Ónæmisfræðifélagi Íslands í febrúar 1986.  

Smárason AK. Monocytosis and monocytic infiltration of decidua in early pregnancy. Women Gynaecological Visiting Club (from UK) meeting with Icelandic obstetricians and gynaecologists in Reykjavik, 4-5.06.1986.  

Alexander K Smárason. Ófrjósemi og ónæmisfræði, hlutverk mótefna gegn sæðisfrumum. Minisymposium um ófrjósemi og ónæmisfræði á vegum Félags íslenskra kvensjúkdómalækna, 18.2.1989.  

Smárason AK. Endothelial cells and pre-eclampsia. Lecture given to the Oxford Endothelial and Vascular Biology Discussion Group, 7.5.1992. 

Smárason AK. Maternal-fetal interactions. Pre-conference meeting on Basic Immunology and Reproduction, organised by Smárason AK and Valdimarsson H. XXVIII Nordic Conference for Obstetrics and Gynaecology, Reykjavík, 9 - 12.06.1992. 

Smárason AK. Endothelial trophoblast interactions in pre-eclampsia. Postgraduate meeting. Department of Obstetrics and Gynaecology, University of Leicester, 12.02.1993. 

Sargent IL, Smárason AK, and Redman CWG. Trophoblast-endothelial cell interactions in the maternal syndrome of pre-eclampsia. "TOX TALKS", San Francisco, USA, June 1993. 

Sargent IL, Smárason AK and Redman CWG. The Placenta as the cause of Pre-eclampsia. Hypertension in pregnancy, meeting organised by the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists, January 1994.  

Smárason AK, Sargent IL, and Redman CWG. Trophoblast-endothelial cell interactions in pre-eclampsia. Front-line lecture. 29th Congress of the Federation of Scandinavian Societies of Obstetrics and Gynecology, Oulu, Finland, 7-11.8.1994. 

Smárason AK. Trophoblast and endothelial cells in pre-eclampsia. Department of Obstetrics and Gynaecology, the State Hospital, Copenhagen, Denmark, April 1997.   

Smárason AK. Immunology and the pathogenesis of pre-eclampsia. Spring meeting of the Danish society of Obstetrics and Gynaecology, symposium on the immunolgical aspects of pregnancy. Aalborg, Denmark, April 1997.  

Alexander K Smárason og Ingibjörg Jóndóttir. Fagrýni á fæðingadeild – 10 hópa kerfið. Fræðslufundur á kvennadeild LSH, Reykjavík, 16.1.2003. 

Alexander K Smárason. Fagrýni fæðinga – keisarskurðir samkvæmt 10 hópa kerfi Robsons. Fundur um keisaraskurði. Læknadagar. 19.1.2007. 

Alexander K Smárason. Sýkingar af völdum GBS: Skimun, greining, meðferð. Hádegisfundur um sýkingar af völdum streptokokka af hjúp B (GBS). Læknadagar 23.1.2008. 

Alexander K Smárason, Tatiana Aberle og Ingibjörg Hanna Jónsdóttir. Áhrif líkamsþyngdar og þyngdaraukningar á meðgöngu á tíðni keisaraskurða á FSA. Vorráðsstefna miðstöðvar mæðraverndar; Yfirþyngd barnshafandi kvenna, áhættur og úrræði. Reykjavík, Iceland 18.4.2008. 

Alexander K Smárason. Fæðingahjálp á landsbyggðinni. Fyrirlestur á fundi um bráðaþjónustu á landsbyggðinni. Læknadagar 19.1.2010.   

Alexander K Smárason. Viðhorf til hormónameðferðar. Fyrirlestur fyrir FÍH og FÍFK. Styrktur af Nova Nordisk. Reykjavík 23.3.2010.  

Alexander K Smárason. Hvert stefnir í fæðingaþjónustu á Íslandi? Málþing: “Hvernig verður þjónustan við fæðandi konur í framtíðinni?” Læknadagar 27.1.2011.   

Björn Gunnarsson og Alexander K Smárason (flutti erindið). Sjúkraflutningar vegna fæðinga. Málþing: “Hvernig verður þjónustan við fæðandi konur í framtíðinni?” Læknadagar 27.1.2011.  

Alexander K Smárason. Framtíð fæðinga og kvensjúkdómalækninga á landsbyggðinni. Haustþing Læknafélags Akureyrar og Norðurlandsdeildar félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli. Akureyri 29.9.2012

Aðrir fyrirlestrar

Smárason AK, Gunnarsson A, Alfreðsson JH and Valdimarsson H. Monocytosis in early pregnancy. XVI annual meeting of the Scandinavian Society for Immunology. Reykjavík, June 1985.  

Smárason AK, Gunnarsson A, Alfreðsson JH og Valdimarsson H. Monocytosis in Early Pregnancy. Annual meeting of the Materno-Fetal Immunobiology Group, Liverpool, July 1985. 

Alexander K Smárason, Auðólfur Gunnarsson, Jón Hilmar Alfreðsson og Helgi Valdimarsson. Mónocytafjölgun á fyrstu vikum meðgöngu. Læknaþing september 1985.  

Alexander K Smárason, Auðólfur Gunnarsson, Jón Hilmar Alfreðsson og Helgi Valdimarsson. Mónocytafjölgun á fyrstu vikum meðgöngu. VII. þing Félags íslenskra lyflækna. Haldið á Akureyri í maí 1986. 

Alexander K Smárason, Reynir T Geirsson, Ólafur Steingrímsson og Jón H Ólafsson. Árangur kembileitar að sárasótt í þungun. Haustþing Læknafélags Íslands í september 1989.  

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes suppress endothelial cell proliferation and disrupt their growth as a monolayer. IVth meeting of the European Placenta Group (EPG), Joint Meeting with the Rochester Trophoblast Conference, Gwatt, Switzerland, September, 1991. 

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes suppress endothelial cell proliferation. BSI-SFI Joint Meeting, MFIG-CVIG Workshop, London, November 1991. 

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes interfere with the growth of endothelial cells. XXVIII Nordic Conference for Obstetrics and Gynaecology, Reykjavik, June 1992. 

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes suppress endothelial cell proliferation and disrupt their growth as a monolayer. 26th British Congress of Obstetrics and Gynaecology, Manchester, July 1992. Verðlaun fyrir ágrip. 

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes interfere with the growth of endothelial cells. Vth International Congress of Reproductive Immunology, Rome, Italy, August 1992. 

Smárason AK, Sargent IL, Starkey PM and Redman CWG. Syncytiotrophoblast microvillous membranes interfere with the growth of endothelial cells. 8th World Congress on Hypertension in Pregnancy, Buenos Aires, Argentina, November 1992. 

Smárason AK, Sargent IL and Redman CWG. Trophoblast-endothelial cell interactions in the maternal syndrome of pre-eclampsia. British meeting of the ISSHP, July 1993. 

Smárason AK, Sargent IL and Redman CWG. The Placenta as a cause of Pre-eclampsia. Oxford regional health authority scientific forum in obstetrics and gynaecology, March 1994. 

Learmont JG, Smárason AK, Redman CWG and Poston L. Abnormal endothelium-dependent relaxation in maternal resistance arteries perfused with placental syncytiotrophoblast microvillous membranes. International society for the study of hypertension in pregnancy, Sidney, Australia, March 1994. 

Kertesz Z, Smárason AK, Linton AE, Sargent IL and Redman CWG. Isolation of an endothelial cell-damaging factor from placental syncytiotrophoblast microvillous membrane. 1st International Meeting of World Placenta Organisation, Sydney, Australia October 1994. 

Smárason AK. Audit on Caesarean Sections in High Wycombe, the Ten Groups. Oxford scientific forum in obstetrics and gynaecology, Northampton, April 1996. Awarded for best obstetric presentation.  

Robson MS, Skinner E, Smárason AK and Maslen T. Reducing the caesarean section rate using the clinical audit cycle - The Wycombe experience (poster). Audit in Obstetrics and Gynaecology. Royal College of Obstetricians and Gynaecologists, 6th November 1996.  

Alexander K Smárason. Meðgöngueitrun, fylgjueitrun. Föstudagsfræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), október 1999.  

Alexander K Smárason. Rýni (audit) á fæðingum. Málþing um fæðingafræði og kvensjúkdóma á Akureyri haldið af Læknafélagi Akureyrar. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ljósmæðrafélagi Íslands. 7.10.2000. 

Alexander K Smárason. Tíðahvörf. Fyrirlestur hjá Slysavarnadeild kvenna á Húsavík. Nóvember 2002.  

Alexander K Smárason. Fagrýni á fæðingum. Árið 2002 á Fæðingadeild FSA. Föstudagsfræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), febrúar 2003.  

Alexander K Smárason. Meðgöngueitrun, Fagrýni á fæðingadeild. Fyrirlestur á kennarafundi Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri 1.3.2005. 

Alexander K Smárason og Ragnheiður Bjarnadóttir. Burðarmálsdauði og keisaraskurðir. Föstudags-fræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 6.5.2005.  

Anna Mýrdal Helgadóttir, Ingibjörg H Jónsdóttir og Alexander K Smárason. Fagrýni (audit) á fæðingadeild, ástand spangar eftir fæðingu. Föstudagsfræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 28.4.2006.  

Alexander K Smárason. Tíðahvörf. Fyrirlestur hjá Kvenfélaginu í Mývatnssveit. 14.4.2007.  

Jóhanna Gunnarsdóttir og Alexander K Smárason. Fæðingar eftir fyrri keisaraskurð. Föstudagsfræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 9.2.2007.  

Tatjana Aberle og Alexander K Smárason. Offita á meðgöngu og í fæðingu. Föstudagsfræðslufundur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 19.10.2007.  

Jónsdóttir G, Bjarnadóttir R, Smárason AK and Geirsson RT. No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality. Free communication. XXXVI Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology. Reykjavík 14-17 June 2008. 

Smárason AK, Aberle T and Jónsdóttir IH. The effect of pre-pregnancy body mass index (BMI) and weight gain in pregnancy on Cesarean section rate in spontaneous labour. Poster. XXXVI Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology. Reykjavík 14-17 June 2008. 

Gylfason J, Eymundsdóttir Á, Jónsdóttir IH and Smárason AK. Decreased Cesarean section rate after the introduction of Robson´s 10 group classification system. Poster. XXXVI Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology. Reykjavík 14-17 June 2008. 

Alexander K Smárason. Sýkingar af völdum streptokokka af hjúpgerð B (GBS). Föstudagsfræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 17.10.2008. 

Alexander K Smárason. Tíðahvörf og hormónameðferð. Almennt viðhorf og vísindaleg rök. Föstudags-fræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 6.2.2009.   

Alexander K Smárason. Audit on Cesarean Section. Deliveries in Iceland. Annual Congress of the Viking Surgical Club. 6-8.7.2010, Akureyri. 

Alexander K Smárason. Fæðingar á Íslandi síðustu 40 ár. Föstudagsfræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 5.2.2010.  

Alexander K Smárason. Kynhormón kvenna, breytingar við tíðahvörf og hormónauppbótarmeðferð. Fyrirlestur fyrir deild sjúkraliða á Norðurlandi eystra. April 2010. 

Alexander K Smárason. Fagrýni á fæðingum á Íslandi og alþjóðlegur samanburður. Vísindadagur á FSA. 5.5.2010. 

Alexander K Smárason. 515-521. Föstudagsfræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 4.2.2011.  

Alexander K Smárason. Sjúkraflug frá Akureyri með nýbura og þungaðar konur 2008-2010. Vísindadagur á FSA. 5.5.2011. 

Alexander K Smárason. Mæðradauði, sýkingar og blóðtappar. Föstudagsfræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 9.11.2011.  

Alexander K Smárason. Axlarklemma. Föstudagsfræðslufundur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (sent út til heilbrigðisstofnanna víða á Íslandi), 10.2.2012. 

Alexander K Smárason. Kynhormón kvenna, breytingar við tíðahvörf og hormónameðferð. Fyrirlestur hjá Kvenfélaginu á Húsavík 10.5.2012. 

Alexander K Smárason. Kynhormón kvenna, breytingar við tíðahvörf og hormónameðferð. Fyrirlestur hjá Kvenfélaginu á Svalbarðsströnd 21.2.2013

Kennsla, handleiðsla, doktorsnefndir

Háskólinn á Akureyri

1987                            Fyrirlestrar í erfðalíffræði fyrir hjúkrunarnema á 1. ári.

Frá 2000                     Heilbrigðisdeild 1. ár hjúkrun:

Fósturfræði (24 fyrirlestrar árlega).

Lífeðlisfræði æxlunarfæra (6 fyrirlestrar árlega).

Heilbrigðisdeild 2. ár iðjuþjálfun

Fósturfræði taugakerfis (2 fyrirlestrar árlega).  

Háskóli Íslands

1984 - 1986                Verkleg ónæmisfræði fyrir læknanema.

1988 - 1989                Verklegt nám og umræðufundir læknanema í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum.

1988 - 1989                Leiðbeinandi læknanema í æxlunarómæmisfræði.

2001                                           Lyfjafræðideild. Leiðbeinandi í kandídatsverkefni - lokaverkeni Þórdísar Guðmundsdóttur.  Titill ritgerðar: Rannsóknir á lyfjanotkun barnshafandi kvenna á Íslandi.

2011                            Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði. Meðleiðbeinandi til meistaragráðu Berglindar Hálfdánardóttur. Titill ritgerðar: Samanburður á útkomu fyrirframákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi 2005-2009, afturvirk forrannsókn með tilfella-viðmiðasniði.

2012 - í dag                Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði. Doktorsnefnd Berglindar Hálfdánardóttur. Útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga á Íslandi.  

Ljósmæðraskóli Íslands

1989                            Fyrirlestrar í lífeðlisfræði. 

University of Oxford

1997 - 1999                Í stöðu clinical lecturer var ég virkur í kennslu læknanema. Ég var með fasta fyrirlestra, umræðutíma og tók virkan þátt í prófum. Próf voru skrifleg með vandamiðuðum spurningum og svo munnleg með mörgum stöðvum þar sem tekin voru fyrir mismunandi klínisk vandamál. 

University of Science and Technology in Trondheim

Frá 2012                     Doktorsnefnd Björns Gunnarssonar. Unplanned births out-of-institutions in Norway. Register based cohort study and case-based audit. 

Sjúkrahúsið á Akureyri

1.9.99 – 1.9.2000      Kennslu og ráðningastjóri unglækna, 20% staða.

Frá 1.9.1999               Klínisk kennsla deildarlækna á kandidatsári.

                                      Klínisk kennsla lækna í sérfræðinámi í heimilislækningum sem taka tilskilinn tíma í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum á sjúkrahúsinu.

                                      Kennsla læknanema sem eru í klínsku námi á kvennadeild. Oftast Íslendingar sem eru í læknanámi í Ungverjalandi.

Prófdómar við meistara- og doktorspróf

Háskóli Íslands

13.12.2002                          Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði. Prófdómari við meistarapróf. Margrét I Hallgrímsson: Útkoma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif stellingar og meðferðar.

21.08.2009                 Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði. Andmælandi við doktorsvörn Helgu Gottfreðsdóttur. Titill ritgerðar: Ákvarðanataka foreldra um fósturskimun.

29.05.2012                 Hjúkrunarfræðideild, ljósmóðurfræði. Prófdómari við meistarapróf. Kristín Rut Haraldsdóttir: Tíðni fósturláta, afdrif meðgöngu og meðferð við legvatnsástungu og fylgjusýnatöku. 

University of Oxford

1998                            Internal examiner of Dr Marian Knight for the degree of DPhil. Title of thesis: The role of syncytiotrophoblast microvillous membrane deportation in the pathogenesis of pre-eclampsia.

1999                            Internal judge of the work of Dr Gubi Ayida for the degree of DM. Title of thesis: The role of contrast sonography in the investigation of female subfertility.

1999                            Internal judge of the work of Dr Helen Firth for the degree of DM. Title of thesis: A study       of limb-reduction and other birth defects in babies exposed to first trimester chorionic                            villous sampling.  

University of Aarhus

31.8.2007                   Andmælandi við doktorsvörn Camilla Skovhus Kronborg. PhD thesis: Pathogenesis and prediction of preeclampsia. 

University of Oslo

18.11.2011                 Andmælandi við doktorsvörn Anne Berit Lorentzen. PhD thesis: Molecular biological and epidemiological studies of preeclampsia – pieces of a puzzle.

Ritstjórn og Ritdómar

1.1.2000-31.12.2005 Fulltrúi Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í ritstjórn (Associate Editor) Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica. Ritstjórnarfundir voru tvisvar á ári. Gefin voru út 12 tölublöð á ári, 1000-1200 blaðsíður. Á hverju ári mat ég birtingarhæfni um 45 greina. Greinarnar sendi ég í ritdóm hjá valinkunnum vísindamönnum víða um heim og ákvarðaði síðan um birtingarhæfni greinanna. 

Frá 2005 hef ég verið einn af fjórum ritstjórum skýrslu frá Fæðingaskráningunni fyrir Ísland sem kemur út árlega. 

Ritdæmt fjölda greina fyrir Læknablaðið, Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica og Hypertension in Pregnancy. 

Hef reglulega metið umsóknir um styrki frá RANNÍS og rannsóknasjóði LSH.

Dómsstörf, sérfræðiálit og sérverkefni

Héraðsdómur Reykjavíkur

E-5379/2000              Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Meint axlarklemma með skaða á    hálstaugum.

E-xxxx/2000              Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Meint mistök í mæðravernd,                                                   meðgöngueitrun, fylgjulos og heilaskaði barns.

E-9362/2001              Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Súrefnisskortur í fæðingu, afbrigðileg lega á æðalegg hjá barni, blóðsegi í æð og heilaskaði barns.

E-3260/2004              Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Fjölfatlað barn, stefna vegna mögulegra mistaka við umönnun fyrir og í fæðingu.

E-973/2011                Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Meint mistök í fæðingu við axlarklemmu. 

Héraðsdómur Reykjaness

E-1707/2005.             Annar af tveimur sérfróðum dómurum í 3 manna dómi. Meint axlarklemma með skaða á    hálstaugum. 

Landlæknir

Hef skrifað mörg sérfræðiálit og greinargerðir vegna kvörtunarmála sem hafa verið send til landlæknis. 

Sat í nefnd sem var skipuð af landlækni til að skrifa leiðbeiningar um val á fæðingastað. Tilgangurinn var að skilgreina þjónustustig fæðingastaða á Íslandi og gefa leiðbeiningar um áhættumat þungaðra kvenna með tilliti til hvar er raunhæft að þær geti fætt með öryggi. Nefndin skilaði skýrslu í lok árs 2003. 

Tryggingastofnun ríkisins

Mörg álit vegna úrskurða um bætur úr sjúklingatryggingum. 

Læknaráð Landlæknisembættisins

Ráðgjafi vegna dómsmáls sem Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði til umfjöllunar til ráðsins. Mars 2004.  

Stjórnun

1.2.95 - 28.2.97         Department of Obstetrics and Gynaecology Wycombe General Hospital, High Wycombe, Buckinghamshire.

Ég tók þátt í endurskipulagningu göngudeildar og skipulagði vinnu lækna (registrar) á göngudeild og vöktum. 

1.9.97 – 31.8.99        Nuffield Department of Obstetrics and Gynaecology, University of Oxford, John Radcliffe Hospital, Oxford

Skipulagning klíniskrar kennslu læknanema og stjórnun rannsóknaverkefna.  

Frá 2006                     Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology

Fulltrúi Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í vísindanefnd NFOG. Síðan hef ég verið formaður nefndarinnar og þess vegna verið í stjórn (board) NFOG. Sjá nánar undir félagsmál og nefndir.  

Sjúkrahúsið á Akureyri

1.9.99 – 1.9.00.          Kennslustjóri, umsjón með fræðslu og ráðningu unglækna. Vegna manneklu á kvennadeild varð ég að hætta í þessari stöðu.

1.2.00-15.10.02         Yfirlæknir á Kvennadeild.

Frá 15.10.02.              Forstöðulæknir Kvennadeildar.
 

Nefndarstörf:

2001 - 2003                Starfsmannaráð, kosinn af starfsmönnum.

2001 - 2009                Gæðaráð, fulltrúi starfsmannaráðs.

2003 - 2009                Fræðslu- og rannsóknaráð, fulltrúi læknaráðs.

Frá 2004                     Stöðunefnd læknaráðs.

Frá 2010                     Vísindaráð FSA. Fyrsta verkefni ráðsins var að skrifa vísindastefnu fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Síðan hefur ráðið skrifað stofnskrá, úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð fyrir Vísindasjóð Sjúkrahússins á Akureyri sem verður formlega stofnaður á ársfundi sjúkrahússins í maí 2013. Ennfremur tók vísindaráðið yfir hlutverk áður fræðslu- og rannsóknaráðs við úthlutun styrkja til rannsókna og gæðaverkefna.

Frá 2011                     Varamaður í siðanefnd.

2011-2012                  Stýrihópur vegna stefnu og framtíðarsýnar Sjúkrahússins á Akureyri til 2017. Stýrihópurinn hittist margoft seinnihluta árs 2011 undir handleiðslu Guðfinnu Bjarnadóttur. Niðurstaða hópsins var tillaga að ”Stefnu og framtíðarsýn til 2017” ásamt starfsemisáætlun 2012-2013 sem var síðan samþykkt af framkvæmdastjórn sjúkrahússins.

  

 

FÉLAGSMÁL OG NEFNDIR

Fyrrverandi félagi í:

British Medical Association

Medical Defence Union

British Society for Immunology

Scandinavian Society for Immunology

Materno-Fetal Immunobiology Group (UK)

International Society for Immunology of Reproduction 

Núverandi félagi í:

Læknafélag Íslands

Félag íslenskra fæðinga og kvensjúkdómalækna, sat í stjórn 2001-2003

Royal College of Obstetricians and Gynaecologists

Nordic Federation for Obstetrics and Gynecology

International Society for the Study of Hypertension in Pregnancy

British Society of Maternal Fetal Medicine

Ónæmisfræðifélag Íslands

 

Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology

1.1.00-31.12.05         Fulltrúi Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í ritstjórn (Associate Editor) Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, sjá að ofan. Útgáfa á ACTA er eitt mikilvægasta verkefni NFOG.

2006-2013                  Fulltrúi Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna í Vísindanefnd NFOG.

2008-2013                  Formaður Vísindanefndar NFOG og þess vegna verið í stjórn (board) NFOG. Vísindanefndin hittist tvisvar á ári og eru aðalviðfangsefnin annarsvegar undirbúningur NFOG ráðstefna sem eru haldnar annað hvert ár og hinsvegar mat og úthlutun á rannsókna- og ferðastyrkjum frá NFOG Fund sem veitir um 650.000 DKr í styrki árlega.

2009 - 2010                Sem formaður vísindanefndar sat ég í undirbúningsnefnd til stofnunar NFOG Fund. Í nefndinni sátu einnig forseti og gjaldkeri NFOG og einn af stofnendum DSOG FIGO. Nefndin skrifaði stofnskrá sjóðsins ásamt reglum um úthlutun sem var síðan samþykkt á NFOG General Assembly á NFOG ráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2010.  

Undirbúningsnefndir fyrir ráðstefnur

European meeting for the International society for the Study of Hypertension in Pregnancy sem var haldið í Reykjavík í maí 2007. Var í undirbúningsnefnd. 

XXXVI Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology sem var haldin í Reykjvík 14-17 júní 2008. Undirbúningsnefnd og scientific secretary en kom einnig að undirbúningi sem fulltrúi Íslands í Vísindanefnd NFOG. 

XXXVII Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology sem var haldin í Kaupmannahöfn 15-18 júní 2010. Undirbúnigsnefnd (Vísindanefnd NFOG). 

XXXVIII Congress of the Nordic Federation of Societies of Obstetrics and Gynecology sem var haldin í Bergen 16-19 júní 2012. Undirbúnigsnefnd (Vísindanefnd NFOG)

Styrkir og verðlaun

1989 - 1993                Foreign and Commonwealth Office Scholarship and Awards Scheme (FCOSAS). Breska sendiráðið á Íslandi veitti þennan styrk sem borgaði skólagjöld við University of Oxford og Green College eins og um heimanámsmann væri að ræða. 

1989-1993                  Overseas Research Students (ORS) awards scheme. Styrkur veittur af samtökum forstöðumanna háskóla á Bretlandseyjum sem borgar mismun á skólagjöldum erlendra námsmanna og heimanámsmanna. Þessu styrkur borgaði öll skólagjöld sem féllu ekki undir fyrrnefndan styrk frá breska sendiráðinu. 

1989                            Námustyrkur frá Landsbanka Íslands, sem var þá veittur í fyrsta sinn.  

1990                            Námsstyrkur frá NATO, veittur af rannsóknaráði Íslands. 

1992                            Award for best abstract. 26th British Congress of Obstetrics and Gynaecology, Manchester, July 1992.  

1996                            Award for best Obstetric presentation. Oxford Scientific Forum in Obstetrics and Gynaecology, April 1996.  

1999                            University of Oxford, Medical School. Teacher of the month, nominated by medical students.

2012                            Vísindasjóður Læknaráðs FSA. Ferðastyrkur vegna rannsóknar: Unplanned births out-of-institutions in Norway. Register based cohort study and case-based audit.  

2012                            NFOG Fund, styrkur vegna námskeiðs: Nordic advanced course for Obstetricians. Severe complications at delivery – epidemiology, management and cases. Righospitalet, Copenhagen. 15-16.11.2012. 

2012                            NFOG Fund, styrkur vegna funda Nordic Robson Collaboration Group. Í þessum hópi eru 2-3 rannsakendur frá hverju Norðurlandanna sem bera saman keisaraskurði á Norðurlöndunum samkvæmt flokkunarkerfi Robsons.

Sérstök námskeið

1984, 30.3.-7.4.         VI International Course in Clinical & Practical Immunology. Held at the Department of Immunology, Middlesex Hospital Medical School. 

1989, 9.4.-21.4.         Reproductive Immunology. Course organised by the British Council in Cambridge. 

1991, 18.11.-20.11. Endothelium Symposium. National Heart & Lung Institute, Royal Brompton Hospital, London. 

1995, 5.6.-16.6.         MRCOG part II course. Medical Education Centre, Whipps Cross Hospital, London. 

1997, 10.2.-14.2.       Joint RCOGRCR Course in Obstetric Ultrasound. Royal College of Obstetricians and Gynaecologists, London. 

1998, 25-27.2            Management Course for SpRs. Run by Oxford University and region postgraduate medical education and training. Oxford.  

1998, 18.3.-20.3.       ´Changing the Culture´ A three day course on teaching and training in medicine. Organised by Professor C Bulstrode and Dr V Hunt at the Cumberland Lodge, Windsor Great Park. Department of postgraduate medical & dental education, Oxford. 

1999, 12.7.-14.7.       Basic laparoscopy and hysteroscopy (lab skills) course (RCOG levels 2 and 3). Run by Richard Penketh and Sandeep Mane. Welsh Institute for minimal access therapy. University hospital of Wales, Cardiff.

2001, 8.10.-12.10.     The theory of obstetric medicine. Imperial College , London.  

2001, 28.4. - 29.4.     Fetal Medicine Foundation London. One day course on cervical ultrasound in pregnancy and one day course on prenatal diagnosis and the early ultrasound examination – nuchal translucency measurements. 

2005, 30.6.-1.7.         Theory and Practice of Fetal Echo Cardiography. Wessex Fetal Medicine Unit, Wessex Cardiothoracic Centre, Southampton General Hospital.  

2005, 21.11.-23.11. Obstetric Anaesthesia and Analgesia. 3 day course held by the Obstetric Anaesthetist Association. London. 

2006, 24.6.                 Repair of 3rd and 4th Degree Tears. Hands-on Workshop. Run by Mr Abdul H Sultan and Miss Ranee Thakar, Mayday University Hospital, Crydon, UK. Haldið í Reykjavík. 

2007, 15.1.-17.1.       Fetal Medicine Special Skills Module. 3 day course. Royal College of Obstetricians and Gynaecologists. London.  

2009, 18.11.-19.11. Vulvar diseases. NFOG Educational Course, 2009 in Copenhagen. 

2010, 17.11.-19.11.  Polycystic ovary syndrome through life. NFOG Educational Course, 2010 in Copenhagen. 

2010, 3.11.-5.11.       Medical Complications in Pregnancy. 3 day course. Royal College of Physicians London. 

2011, 9.11.-10.11.     Chronic pelvic disorder. NFOG Educational Course, 2011 in Copenhagen. 

2012, 18.10.-19.10.  Clinical Fetal Medicine. Imperial College London.                

2012, 15.11.-16.11.  Nordic advanced course for Obstetricians. Severe complications at delivery – epidemiology, management and cases. Righospitalet, Copenhagen. 

2013, 7.10-8.10.        Improvement of Evidence based Guidelines. Inspiration seminar organised by DSOG. Roskilde, Denmark. 

2013,  7.11-8.11        NFOG Educational  Course 2013. Specialist training in the Nordic countries.Copenhagen.

 

 

Abstract

 Trophoblast‑endothelial cell interactions in the
maternal syndrome of pre‑eclampsia:

Alexander Kristinn Smárason, Green College, Oxford

A thesis submitted for the degree of D.Phil.

Trinity Term, 1993

____________________________________________________


Pre‑eclampsia is a dangerous multisystem disease of human pregnancy which affects both the mother and the unborn baby. The maternal syndrome is characterised by increased blood pressure, oedema, proteinuria and abnormal clotting, liver and renal functions. Pre-eclampsia is thought to be a two‑stage placental disease where the first stage comprises processes affecting the maternal spiral arteries which result in a deficient maternal blood supply to the placenta and the second stage encompasses the effect of the ensuing placental ischaemia on both the mother and fetus.

 The maternal syndrome is thought to result from a generalised disturbance of the endothelial cells lining the maternal blood vessels. It is proposed that this disturbance is caused by factors shed from the syncytiotrophoblast of the placenta during the course of the disease. To test this hypothesis the effect of syncytiotrophoblast microvillous membranes (STBM), serum and plasma from pre-eclamptic and normal pregnancies on the growth of cultured human umbilical vein endothelial cells has been investigated.

 STBM suppressed endothelial cell proliferation and disrupted the cell monolayer to form a honeycomb‑like pattern which appeared to be caused by cell retraction rather than death. This effect appears to be a specific interaction between STBM and endothelial cells as red blood cell membranes had no effect, and endothelial cells from other sources were also affected, but STBM had no effect on control non‑endothelial cells. Preliminary biochemical analysis suggested that the active component of STBM is a protein firmly bound to the membranes structure. STBM from pre-eclampsia and normal placentae had equal activity demonstrating that the active factor is present in all placentae.

 These observations can only be relevant to the pathogenesis of the maternal syndrome of pre‑eclampsia if there were more of the STBM factor released into the blood in pre‑eclampsia. Therefore, sera and plasma from women with pre‑eclampsia and control pregnant women were investigated for any evidence of circulating factors suppressing endothelial cell proliferation. Plasma from pre-eclamptic women significantly inhibited endothelial cell proliferation compared to control plasma. In contrast pre-eclampsia serum had no inhibitory effect, which may be due to any STBM factor being lost during the clotting process.

 The work in this thesis leads to the following hypothesis: the syncytiotrophoblast contains an endothelial-cell inhibitory factor which may be shed from the hypoxic placenta in pre-eclampsia and cause retraction of endothelial cells resulting in increased permeability, exposure of subendothelium and thus platelet and coagulation activation. Interference with other cell functions may lead to vascular contraction. The resulting clinical syndrome is pre‑eclampsia.

 

 

Enska